Innlent

Skjálfti að stærð fimm í Bárðar­bungu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. RAX

Jarðskjálfti af stærð 5,0 reið yfir í Bárðarbunguöskju á fimmta tímanum í dag. Nokkur virkni hefur verið þar síðustu daga en engin merki um gosóróa. Fáir eftirskjálftar hafa mælst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að síðast hafi orðið skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þeim slóðum þann 16. ágúst síðastliðinn þegar skjálfti af stærð M3,5 mældist. Jarðskjálftar séu algengir í Bárðarbungu. 

Uppfært: Endurmat á skjálftanum gefur stærðina 5,0 en ekki 3,9 eins og áður kom fram. Skjálftinn er því sá stærsti á þessum slóðum frá 21. apríl þegar skjálfti af stærð 5,4 mældist í Bárðarbungu. 


Tengdar fréttir

Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni

Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns.

Öflugur skjálfti í Bárðarbungu

Klukkan 4:39 í nótt reið skjálfti að stærð 3.1 yfir í norðaustanverðri Bárðarbunguösju. Nokkrir minni skjálftar hafa mælst síðan.

Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×