„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 20:16 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar hér sigurmarki sínu á móti enska landsliðinu á Wembley í byrjun júnímánaðar. Getty/Richard Pelham Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins. Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Sjá meira
Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Sjá meira