Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 3. september 2024 21:06 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Halldórsson Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira