Innlent

Á­forma 20 þúsund tonna lax­eldi í Fjallabyggð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Áformað er að nýta hluta hafnarinnar í Ólafsfirði fyrir landeldið.
Áformað er að nýta hluta hafnarinnar í Ólafsfirði fyrir landeldið. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið Kleifar áformar eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð en áætlað er að framleiðslugetan gæti orðið 20 þúsund tonn árlega, veltan 26 milljarðar króna og heildarfjárfestingin 30 milljarðar.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Áætlanirnar gera ráð fyrir seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Starfsemin gæti hafist um fimm árum eftir að leyfi eru í höfn.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins vrður sjö nærliggjandi sveitarfélögum boðin 1,4 prósent hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, 10,1 prósent samtals. Hlutabréfunum myndu fylgja arðgreiðslur en þau yrðu án atkvæðaréttar og óheimilt að framselja þau.

„Þannig munu sveit­ar­fé­lög­in sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öll­um arðgreiðslum fé­lags­ins um ókomna framtíð. Við ætl­um að tryggja það að sveit­ar­fé­lög­in fái sinn skerf og að ekki ger­ist aft­ur það sama og þegar kvóta­kerfið í sjáv­ar­út­vegi var end­ur­skipu­lagt með til­heyr­andi hagræðingu, að sveit­ar­fé­lög­in sátu eft­ir tekju­laus,“ seg­ir Ró­bert Guðfinns­son, forsvarsmaður Kleifa, stofnandi Genís og einn eigenda Hólshyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×