Svalasta sumarið í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:09 Í Reykjavík var helmingi meiri úrkoma í sumar en í meðalári og heilli gráðu svalara. Myndin var tekin við sambærilegar aðstæður sumarið 2022. Vísir/Vilhelm Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára. Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára.
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira