Meinleg fljótfærni að umdeild færsla FÍB fór í loftið Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:52 Runólfur segir búið að kryfja það innanhúss hvernig misvísandi færsla um afkastagetu bíla og strætó birtist á vefsíðu FÍB í gær. Myndin hægra megin fylgdi færslu FÍB í gær. Vísir Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að fljótfærni hafi verið um að kenna að umdeild færsla um flutningsgetu einkabíla og almenningsvagna birtist á vef þess í gær. Efni hennar hafi verið þvert á það sem félagið vilji standa fyrir. Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“ Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“
Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira