Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau.
Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni.
Myndinni fljótlega eytt
Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins.
Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.
— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024
The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh
Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú.
Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu.
Komið illa fram
Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi.
John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar.
Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen.