Fótbolti

Sporting skellti Frankfurt á Kópavogsvelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Claudia Neto skoraði fyrra mark Sporting í leiknum.
Claudia Neto skoraði fyrra mark Sporting í leiknum. vísir/getty

Fyrri undanúrslitaleiknum í undankeppni Meistaradeildar kvenna, sem fram fer í Kópavogi, er lokið.

Þar áttust við þýska liðið Eintracht Frankfurt og portúgalska liðið Sporting. Sporting hafði þar betur, 2-0.

Claudia Neto kom Sporting yfir á 14. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Frankfurt gerði allt hvað liðið gat til að jafna í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Í blálokuppbótartímans náði síðan Ana Borges að skora annað mark fyrir Sporting. 2-0 lokatölur.

Sporting er því komið í úrslitaleik undankeppninnar. Andstæðingurinn þar verður annað hvort Breiðablik eða Minsk. Sigurvegari þess leiks fer svo í umspil um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×