Kór þjóðþekktra listamanna krefur ráðherra um aðgerðir með söng Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. september 2024 17:39 Sigtryggur Ari Jóhannsson Klukkan níu í morgun kom hópur þjóðþekktra listamanna og söng fyrir utan utanríkisráðuneytið. Hópurinn kallar sig Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu og hyggst syngja hvern miðvikudagsmorgun fyrir utan ólík ráðuneyti Alþingis til þess að krefja íslenska ríkið um aðgerðir . Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira