Sport

Duplantis vann Warholm í 100 metra hlaupinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Armand Duplanti fagnaði sigri á móti Karsten Warholm í kvöld.
Armand Duplanti fagnaði sigri á móti Karsten Warholm í kvöld. @worldathletics

Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hafði betur á móti norska 400 metra grindahlauparanum Karsten Warholm í sérstöku 100 metra hlaupi í Zürich í kvöld.

Báðir hafa þeir sett heimsmet í sínum greinum á árinu, Duplantis hefur margbætt heimsmetið í stangarstökki og Warholm á heimsmetið í 400 metra grindahlaupi.

Að þessu sinni reyndu þeir fyrir sér í allt annarri grein. Warholm átti betri tíma í 100 metra hlaupi en þegar á hólminn var komið þá var það sænski stangarstökkvarinn sem hafði betur.

Duplantis kom í mark á 10,37 sekúndum en Warholm hljóp á 10,47 sekúndum. Hann hafði meira að segja tíma til að líta til hliðar á Norðmanninn eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×