Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. september 2024 21:35 Áslaug Arna skaut ansi harkaleg á Bolla eftir ummæli hans í morgun. Nanna Kristín segir sjálfstæðiskonur taka afsökunarbeiðni hans gilda og bjóða hann aftur velkominn í flokkinn. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún. Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún.
Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira