Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2024 21:57 Katrín fékk að eiga boltann að leik loknum. breiðablik Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. „Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
„Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira