Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 07:56 Það er erfitt að sjá fyrir sér að Netanyahu og Yahya Sinwar, pólitískan leiðtoga Hamas, komist að málamiðlun. AP Yfirvöld í Egyptalandi og Katar vinna nú að breytingum á tillögum um vopnahlé á Gasa og eiga í samráði við Bandaríkjamenn. Enn er talað um „lokatilraun“ til að brúa bilið milli Ísrael og Hamas. Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira