Lífið

Stefnir hærra

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðrún var meðal efstu tíu í Ungfrú Ísland sem fór fram þann 14. ágúst síðastliðinn.
Guðrún var meðal efstu tíu í Ungfrú Ísland sem fór fram þann 14. ágúst síðastliðinn.

Guðrún Sigurbjörnsdóttir, fegurðardrottning og flugfreyja, keppir fyrir Íslands hönds í Miss Planet International 2024 sem fer fram í Kambódíu í nóvember næstkomandi. 

Guðrún, sem var meðal tíu efstu í Ungfrú Ísland sem fór fram í Gamla bíói 14. ágúst síðastliðinn, er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. 

„Ég er mjög stolt af því að keppa fyrir hönd Íslands í þessari alþjóðlegu keppni, sem er einstakt tækifæri til að kynna og hvetja til sjálfbærni og umhverfisverndar, gildi sem Ísland hefur lengi verið þekkt fyrir á alþjóðavísu. Með þátttöku minni vil ég sýna hvernig Ísland nýtir náttúrulega orkugjafa eins og jarðhita til að styrkja sjálfbærar framleiðsluaðferðir og hvernig við getum verið fyrirmynd í umhverfismálum,“ segir Guðrún.

Guðrún segir Miss Planet International keppnina miklu meira en fegurðarsamkeppni þar sem unnið er að eflingu sjálfbærniþróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Auk þess eru keppendur hvattir til að leggja til nýtt, áttjánda markmið, sem á að auðga dagskrána fyrir árið 2030.

„Ég hlakka til að deila reynslu minni og kynnast markmiðum hinna keppandana. Saman getum við haft mikil áhrif og sýnt heiminum mikilvægi þess að vinna að sjálfbærniþróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×