Innlent

Munu fara fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Austurlandi mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst. 

Þetta staðfestir Hjalti Bergmar Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann segir lögfræðinga á vegum embættisins vera að klára vinnu við kröfuna, en til að mynda þurfi að taka afstöðu til þess til hversu langs tíma eigi að setja kröfuna fram. 

„En það verður farið fram á það, ég get alveg staðfest það,“ segir Hjalti. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum sem féll í ágúst náði til 6. september, sem er á morgun.

„Við setjum kröfuna fram í dag eða í fyrramálið. Það verður gert áður en það varðhald sem er í gildi rennur út,“ segir Hjalti.

Hann segir rannsókn málsins miða vel.

„Við getum sagt það. Rannsóknin er í góðum farvegi og áfram unnið úr gögnum og sýnum hjá tæknideild. Það gengur vel og ekkert óvænt hefur komið upp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×