Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 13:36 Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði segist óska þess að einhver ráðherra í ríkisstjórninni tæki höfundaréttamál upp á sína arma og sinnti málaflokknum svo sómi sé af. Efst á óskalistanum sé að uppfæra höfundalögin. Vísir/aðsend Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“ Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“
Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09