Enski boltinn

Chelsea leyfir Cole Pal­mer ekki að spila í Evrópu­keppninni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cole Palmer er lykilmaður hjá Chelsea en hann verður hvergi sjáanlegur í leikjum liðsins í Sambandsdeildinni í vetur.
Cole Palmer er lykilmaður hjá Chelsea en hann verður hvergi sjáanlegur í leikjum liðsins í Sambandsdeildinni í vetur. Getty/Harriet Lander

Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir komandi Sambandsdeild Evrópu.

Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum.

Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum.

Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia.

Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni.

Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann.

Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið.

Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum.

Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí.

Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×