Fótbolti

Stjörnu­fram­herjar Svía redduðu málunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aleksander Isak skoraði tvö mörk fyrir sænska landsliðið í kvöld.
Aleksander Isak skoraði tvö mörk fyrir sænska landsliðið í kvöld. Getty/TF-Images

Svíar byrjuðu Þjóðadeildina með 3-0 sigri á Aserbajdsjan i Bakú í dag en sænska liðið er í C-deild Þjóðadeildarinnar.

Svíarnir voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum þar sem heimamenn fengu fjölda færa.

Besta þeirra var þegar Viktor Johansson varði vítaspyrnu frá Ramil Sheydayev í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum skoraði Newcastle maðurinn Aleksander Isak tvö mörk og það þriðja skoraði Viktor Gyökeres sem er að raða inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal.

Gyökeres skoraði markið sitt úr víti en hann átti stoðsendinguna í báðum mörkum Isak.

Renat Dadashov minnkaði muninn í lokin en Aserbajdsjan hefði líka getað bætt við mörkum.

Svíar sluppu með skrekkinn og fara með öll þrjú stigin heim. Þeir mæta síðan Eistlandi í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×