Ronaldo skoraði landsliðsmark númer 131 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 20:47 Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu á móti Króatíu í Lissabon í kvöld. Getty/Carlos Rodrigues Cristiano Ronaldo var á skotskónum í kvöld þegar Portúgal vann sigur á Króatíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Fjórir leikir fóru annars fram í A-deildinni í kvöld en auk Portúgala þá fögnuðu Pólverjar og Danir einnig sigri. Pólverjar misstu reyndar niður tveggja marka forustu en tókst að tryggja sér sigur í uppbótatíma en Evrópumeistarar Spánverja gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. Portúgal vann 2-1 sigur á heimavelli á móti Króatíu. Diogo Dalot kom portúgalska liðinu í 1-0 á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes og á 34. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Ronaldo. Ronaldo skoraði markið sitt, það 131. fyrir landsliðið, eftir stoðsendingu frá Nuno Mendes. Króatar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik þegar Diogo Dalot skoraði í sitt eigið mark. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik.Skotar komu til baka en urðu að sætta sig við 3-2 tap fyrir Póllandi á Hampden Park. Sigurmarkið skoraði Nicola Zalewski úr vítaspyrnu langt inn í uppbótatíma. Pólverjar komst í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Skotum i Glasgow. Robert Lewandowski lagði upp fyrsta markið fyrir Sebastian Szymanski á 8. mínútu og Lewandowski skoraði sjálfur á 44. mínútu úr víti. Skotarnir minnkuðu muninn á fyrstu mínútu í síðari hálfleiknum þegar Billy Gilmour skoraði. Skotarnir hætta aldrei og Scott McTominay jafnaði metin á 76. mínútu. Á sjöundu mínútu í uppbótatíma var hins vegar dæmt víti sem Nicola Zalewski tók því Lewandowski var farinn af velli. Evrópumeistarar Spánverja voru mættir til Serbíu en náðu ekki að koma boltanum í markið ekki frekar en heimamenn. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. Danir unnu 2-0 sigur á níu Svisslendingum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir voru manni fleiri í fjörutíu mínútur eftir að Nico Elvedi fékk rautt spjald á 50. mínútu. Jonas Wind hélt að hann hefði komið Dönum yfir á 72. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið kom loksins átta mínútum fyrir leikslok og það skoraði Patrick Dorgu mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Svisslendinga enduðu níu á móti ellefu eftir að Granit Xhaka fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu. Danir bættu við öðru marki eftir það sem Pierre-Emile Højbjerg skoraði.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira