Þetta kemur fram í skýrslu hans til Ríkisendurskoðunar. Jón Gnarr hlaut 21.634 atkvæði í kosningunum eða um 10,1 prósent og hafnaði í fjórða sæti á eftir Höllu Tómasdóttur, Katríni Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur.
Framlög einstaklinga var stærstur hluti framlaga eða 8.596.651 krónur. Dyljá Erna Eyjólfsdóttir og Björk Guðmundsdóttir styrktu framboðið um 400 þúsund krónur, Kristín Ólafsdóttir styrkti um 350 þúsund krónur og Þórhallur Tryggvason styrkti um 300 þúsund krónur. Þá voru framlög frá 755 einstaklingum samtals 7.146.651 krónur.
20 fyrirtæki og lögaðilar styrktu framboðið um samtals 1.685.000 krónur. Björt framtíð Reykjavík styrkti um hæsta upphæð eða 400 þúsund krónur. Minna Hof og Atlantsolía styrktu um 200 þúsund krónur.
Brimborg lánaði þá framboðinu bíl til afnota en verðmæti þessa samkvæmt samningi var 382.440 krónur.