Sport

„Hel­víti góður staður og hérna er hamingjan“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eggert Aron verður í eldlínunni í dag með landsliðinu.
Eggert Aron verður í eldlínunni í dag með landsliðinu. Vísir/sigurjón

„Þetta leggst mjög vel í mig. Danir eru með sterkt lið en við erum líka með sterkt lið, þannig að möguleikar okkar í þessum leik eru frábærir,“ segir Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands, sem mætir Dönum í undankeppni Evrópumótsins í Víkinni klukkan þrjú í dag. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„Við erum frábær hópur og þekkjumst allir mjög vel. Og ég held að við höfum það yfir Danina að liðsheildin er betri eins og íslensk landslið hafa sýnt í gegnum tíðina. Það er eitthvað annað við okkur Íslendingana en við erum að fara í hörkuleik og ætlum að vinna hann.“

Hann segir að liðið ætli sér einfaldlega að vera sterkari en Danir á öllum vígstöðvum.

„Í öllum einvígum, skipulagi og ef það gengur eru allar leiðir greiðar.“

Liðinu hefur gengið vel á heimavelli og þá sérstaklega í Fossvoginum.

„Þetta er helvíti góður staður og hérna er hamingjan eins og þeir segja.“

Klippa: Hérna er hamingjan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×