Kópavogsmódelið - Hagsmunir og þarfir barna Halla Ösp Hallsdóttir skrifar 6. september 2024 13:31 Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar