Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 13:31 Fyrirkomulag ferða í íshellinn í Breiðamerkurjökli liggur ekki fyrir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“ Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55
Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15