Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 17:54 Trump þarf ekki að þola þá niðurlægingu að vera gerð refsing í sakamáli í miðri kosningabaráttunni. AP/Stefan Jeremiah Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira