Rosengård hefur leikið hreint út sagt ótrúlega á leiktíðinni og greinilegt að það kemur ekki til greina að endurtaka slakt síðasta tímabil. Liðið gekk frá leik dagsins í fyrri hálfleik.
Hin japanska Mai Kadowaki skoraði fyrra mark liðsins og hin danska Olivia Holdt gerði síðara markið í uppbótartíma. Staðan 2-0 í hálfleik og virtust það ætla að vera lokatölur leiksins.
Hin sænska Emilia Larsson var á öðru máli og skoraði þriðja mark heimaliðsins undir lok leiks.
Lokatölur 3-0 og eins og áður segir er Rosengård búið að vinna alla 18 deildarleiki sína og situr á toppi deildarinnar með 54 stig, tólf stigum meira en Hammarby sem er í öðru sæti. Það sem meira er, liðið hefur skorað 78 mörk en aðeins fengið fimm á sig.