Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2024 20:39 Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. vísir / hulda margrét Ísland vann 2-0 gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Einkunnir strákanna okkar má sjá hér fyrir neðan. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Sjá meira
Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32