Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2024 20:39 Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. vísir / hulda margrét Ísland vann 2-0 gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Einkunnir strákanna okkar má sjá hér fyrir neðan. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira
Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32