Fótbolti

Tyrkir héldu út manni færri í Wa­les

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barış Alper Yılmaz sá rautt þegar tæpur hálftími var til leiksloka.
Barış Alper Yılmaz sá rautt þegar tæpur hálftími var til leiksloka. Catherine Ivill/Getty Images

Wales og Tyrkland, sem eru með Íslandi í riðli í Þjóðadeild karla í knattspyrnu, gerðu markalaust jafntefli í Cardiff. Þrátt fyrir skort á mörkum var mikið fjör í leiknum og fór fjöldi spjalda á loft.

Heimamenn í Wales voru sterkari aðilinn, sköpuðu sér fleiri færi og voru mun meira með boltann. Það dugði hins vegar ekki til að þessu sinni og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Tókst Tyrkjum að halda út þrátt fyrir að vera manni færri síðasta hálftímann eftir að Barış Alper Yılmaz fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Alls fóru átta gul spjöld á loft með spjöldunum tveimur sem Yılmaz fékk.

Tyrkland fær Ísland í heimsókn á mánudaginn kemur á meðan Wales heimsækir Svartfjallaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×