Fótbolti

Mynda­syrpa frá fyrsta sigri Ís­lands í Þjóða­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson lét finna fyrir sér og fékk að finna fyrir því sömuleiðis.
Markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson lét finna fyrir sér og fékk að finna fyrir því sömuleiðis. Vísir/Hulda Margrét

Ísland er loks búið að landa sigri í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Hann kom í gærkvöld, föstudag, þegar Svartfjallaland mætti í heimsókn.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Íslands þökk sé mörkum Orra Steins Óskarssonar og Jóns Dags Þorsteinssonar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir sem ljósmyndari Vísis tók á leiknum.

Byrjunarlið Íslands. Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu upphitunarjakka sína til barna sem var heldur kalt.Vísir/Hulda Margrét
Þjálfarateymi Íslands ásamt vel völdum varamaönnum.Vísir/Hulda Margrét
Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn 81. A-landsleik og lagði upp síðara mark Íslands.Vísir/Hulda Margrét
Það hafa oft verið fleiri í stúkunni en þau sem mættu létu vel í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét
Orri Steinn Óskarsson kemur Íslandi yfir með góðum skalla.Vísir/Hulda Margrét
Orri Steinn fagnar með Gylfa Þór en það var Jóhann Berg sem lagði upp fyrra mark Íslands í leiknum.Vísir/Hulda Margrét
Stefán Teitur Þórðarson spilaði eins og Skagamaðurinn sem hann er á miðju Íslands.Vísir/Hulda Margrét
Mikael Anderson hóf leik á hægri vængnum. Alls rötuðu 17 af 21 sendingu hans á samherja og þá vann hann 9 af þeim 14 einvígum sem hann fór í.Vísir/Hulda Margrét
Margur er knár þó hann sé smár. Jón Dagur Þorsteinsson kemur Íslandi í 2-0 með góðum skalla.Vísir/Hulda Margrét
Svo var að sjálfsögðu fagnað.Vísir/Hulda Margrét
„Ekki lengra vinur minn,“ segja fyrirliðinn Jóhann Berg, Logi Tómasson og Arnór Sigurðsson við Vladimir Jovovic.Vísir/Hulda Margrét
Hákon Rafn Valdimarsson hefur nú spilað 12 A-landsleiki og haldið fjórum sinnum hreinu. Hér er hann ásamt Loga, Arnóri og markaskoraranum Jóni Degi.Vísir/Hulda Margrét
Íslensku strákarnir fagna að leik loknum. Loksins, loksins er kominn sigur í Þjóðadeildinni.Vísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×