Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 23:12 Liz og Dick Cheney á kjörstað í forvali repúblikana í Wyoming árið 2022. Nær óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum árum að fyrrverandi varaforseti repúblikana greiddi frambjóðanda demókrata til forseta atkvæði sitt. AP/Jabin Botsford/Washington Post Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40