Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 23:12 Liz og Dick Cheney á kjörstað í forvali repúblikana í Wyoming árið 2022. Nær óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum árum að fyrrverandi varaforseti repúblikana greiddi frambjóðanda demókrata til forseta atkvæði sitt. AP/Jabin Botsford/Washington Post Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40