Fótbolti

Fær­eyjar byrja Þjóða­deildina á sterku stigi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viljormur í Heiðunum Davidsen skoraði mark Færeyja í dag.
Viljormur í Heiðunum Davidsen skoraði mark Færeyja í dag. Ulrik Pedersen/Getty Images

Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu.

Leikið var á Þórsvelli í Þórshöfn, vellinum sem Víkingar gætu þurft að leika heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu á, og komust heimamenn yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks.

Ahmed Iljazovski var dæmdur brotlegur innan vítateigs og Viljormur í Heiðunum Davidsen fór á punktinn. Hann skoraði af öryggi og kom Færeyjum 1-0 yfir. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Í upphafi síðari hálfleiks gerðist Sölvi Vatnhamar brotlegur innan vítateigs og nú voru það gestirnir sem fengu vítaspyrnu. Enis Bardhi fór á punktinn og jafnaði metin í 1-1. 

Bæði lið fengu fín færi í kjölfarið en hvorugu tókst að tryggja sér sigurinn og leiknum lauk því með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×