Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 16:13 Heimir Hallgrímsson hefur að mörgu að hyggja í upphafi starfs sem landsliðsþjálfari Írlands. Hér fylgist hann með leiknum við England í dag. Getty/Alex Livesey Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. Liðin mættust í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar og var fljótt ljóst í hvað stefndi, gegn stjörnum enska landsliðsins. Það voru leikmennirnir tveir sem mest var rætt um í aðdraganda leiksins, Declan Rice og Jack Grealish, sem skoruðu mörkin. Báðir hafa þeir spilað með yngri landsliðum Írlands og Rice lék þrjá leiki með A-landsliðinu, áður en hann skipti yfir til Englands. Declan Rice og Jack Grealish léku báðir með landsliðum Írlands áður en þeir skiptu yfir til Englands. Rice vildi ekki fagna marki sínu í dag.Getty/Ben McShane Rice vildi ekki fagna marki sínu sem kom strax á 11. mínútu, í kjölfarið á langri stungusendingu Trents Alexander-Arnold fram á Anthony Gordon. Rice átti svo sinn þátt í markinu sem Grealish skoraði um miðjan fyrri hálfleik, eftir þríhyrningsspil Arsenal-mannanna Rice og Bukayo Saka. Englendingarnir virtust slaka á í seinni hálfleiknum en Írar gerðu sig aldrei sérstaklega líklega til að jafna metin og sigurinn var sanngjarn. Heimir fær hins vegar nýtt tækifæri til að fagna fyrsta sigrinum með Írlandi þegar Grikkir koma í heimsókn á þriðjudaginn. Grikkland mætir Finnlandi í fyrsta leik í kvöld. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands
Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. Liðin mættust í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar og var fljótt ljóst í hvað stefndi, gegn stjörnum enska landsliðsins. Það voru leikmennirnir tveir sem mest var rætt um í aðdraganda leiksins, Declan Rice og Jack Grealish, sem skoruðu mörkin. Báðir hafa þeir spilað með yngri landsliðum Írlands og Rice lék þrjá leiki með A-landsliðinu, áður en hann skipti yfir til Englands. Declan Rice og Jack Grealish léku báðir með landsliðum Írlands áður en þeir skiptu yfir til Englands. Rice vildi ekki fagna marki sínu í dag.Getty/Ben McShane Rice vildi ekki fagna marki sínu sem kom strax á 11. mínútu, í kjölfarið á langri stungusendingu Trents Alexander-Arnold fram á Anthony Gordon. Rice átti svo sinn þátt í markinu sem Grealish skoraði um miðjan fyrri hálfleik, eftir þríhyrningsspil Arsenal-mannanna Rice og Bukayo Saka. Englendingarnir virtust slaka á í seinni hálfleiknum en Írar gerðu sig aldrei sérstaklega líklega til að jafna metin og sigurinn var sanngjarn. Heimir fær hins vegar nýtt tækifæri til að fagna fyrsta sigrinum með Írlandi þegar Grikkir koma í heimsókn á þriðjudaginn. Grikkland mætir Finnlandi í fyrsta leik í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti