Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 13:33 Frá Októberfest í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar. Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar.
Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira