Sport

Tyre­ek Hill slengt hand­járnuðum í jörðina á leik­degi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki er ljóst af hverju lögreglan sá sig tilneydda að handjárna Hill
Ekki er ljóst af hverju lögreglan sá sig tilneydda að handjárna Hill Skjáskot

Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonast að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport.

Hinn þrítugi Hill er þekktur fyrir gríðarlegan sprengikraft inn á vellinum og fáir sem eru honum snarari í snúning þar. Hann er einnig snar í snúningum utan vallar en hann á alls 10 börn. Þar af komu fjögur í heiminn á undanförnum 18 mánuðum eða svo.

Ekki kemur fram hvað gerðist í dag en Hill var stöðvaður fyrir umferðalagabrot á leið sinni á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.55. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig fjórir lögreglumenn hafa skellt handjárnuðum Hill í jörðina eftir að hann kom út úr bifreið sinni.

Í yfirlýsingu Dolphins segir að atvikið hafi gerst steinsnar frá velli félagsins og hafi fjöldi leikmanna félagsins orðið vitni að því sem gerðist. Hafi þeir boðið fram aðstoð sína en Hill var sleppt á staðnum.

Í yfirlýsingu félagsins segir einnig að Hill sem og aðrir leikmenn séu til taks í leik dagsins.

Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Dolphins og Jaguars á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 17.00 hefst NFL Red Zone á Stöð 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er leikur Cleveland Browns og Dallas Cowboys á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×