Neytendur

Ellefu fyrir­tæki til skoðunar vegna bíla­stæða­gjalda

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Neytendur standa nú frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum.
Neytendur standa nú frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Vísir/Arnar

Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu.

Fram kemur að gagnaöflun standi yfir og ekki hafi verið tekin ákvörðun gagnvart neinu fyrirtæki ennþá. 

Rannsóknin nær til þeirra fyrirtækja sem sjá um gjaldtöku fyrir bílastæði á höfuðborgarsvæðinu og allra annarra stæða sem viðkomandi fyrirtæki sér um. 

Í mörgum tilvikum er sama fyrirtækið að sjá um gjaldtöku á ýmsum bílastæðum í kringum landið, þar með talið á ferðamannastöðum, og tekur stofnunin þá heildstæða skoðun á merkingum og gjaldtöku allra bílastæða sem viðkomandi fyrirtæki kemur að. 

Félag íslenskra bifreiðaeigenda sagði í fréttum í apríl að villta vestrið ríki í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin þeirra gildi þó á öllum bílastæðum.


Tengdar fréttir

Frum­skógur bíla­stæða­gjalda og þau hæstu þúsund krónur

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×