Innlent

Bein út­sending: Hættunni á heitavatnslausum Suður­nesjum af­stýrt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun. Stöð 2/Einar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, kynna í dag árangur af sérstakri jarðhitaleit á Reykjanesi.

Leitin hefur farið fram síðustu mánuði. Niðurstaða leitarinnar er að hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum er afstýrt, jafnvel þótt svo illa færi að Svartsengis nyti ekki við.

Kynningin fer fram í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu klukkan 15.30 en verður einnig í beinu streymi hér að neðan.

Á kynningunni verður einnig fjallað um góðan árangur af jarðhitaleit víða um land á undanförnum misserum og vinnu við uppfært jarðvarmamat fyrir landið allt, sem nú hefur verið hrundið af stað. Nánar hér á vef ráðuneytisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×