Fótbolti

Lykillinn að sigri felist í sam­stöðu leik­manna: „Þetta verður bar­átta“

Aron Guðmundsson skrifar
Andri Fannar Baldursson í leik með íslenska undir 21 árs landsliðinu
Andri Fannar Baldursson í leik með íslenska undir 21 árs landsliðinu Vísir/Hulda Margrét

Andri Fannar Baldurs­son, miðju­maður ís­lenska undir 21 árs lands­liðsins í fót­bolta er bjart­sýnn fyrir mikil­vægan leik liðsins gegn Wa­les í undan­keppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Ís­landi í ansi veg­lega stöðu í riðlinum.

Liðin mætast á Víkings­velli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfs­traust í leikinn gegn Wa­les eftir frá­bæran sigur á lands­liði Dan­merkur á dögunum.

„Við erum mjög á­nægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í sam­tali við Val Pál Ei­ríks­son í dag. „Auð­vitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög á­nægðir með að hafa unnið Danina.“

Frammi­staða sem gefur sjálfs­traust fyrir fram­haldið?

„Já klár­lega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“

„Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir full­vissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“

Andri er full­viss um að Ís­land geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wa­les kemur Ís­landi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta.

„Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wa­les. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leik­at­riði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum ein­vígin okkar, þá hef ég engar á­hyggjur af þessu.“

Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitt­hvað öðru­vísi heldur en þið gerðum á móti Dönum?

„Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að að­lagast því hvernig Wa­les­verjarnir spila. Þetta verður bar­átta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“

Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×