„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2024 21:21 Inga Norðdahl lýsir því hvernig starfssystir hennar brást við dónakarlinum í fluginu til Mallorca. Egill Aðalsteinsson Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt brot úr þættinum. Þar var farið var á fund með „sexunum“ en þær hittast venjulega einu sinni í mánuði. Nafn hópsins vísar til DC 6-flugvélanna, sem Flugfélagið rak. Það eru þó fleiri tegundir sem þær halda upp á. Þristurinn Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi.Snorri Snorrason „Mér fannst voða gaman að þristi af því að ég fékk einu sinni að stýra,“ sagði Inga Norðdahl en bætti snarlega við að það hafi ekki mátt. Tvær Flugfélagsvélar á Ísafjarðarflugvelli, Vickers Viscount og Douglas Dakota.Snorri Snorrason Þær Guðný Jónasdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir sögðu þó að Fokkerinn hefði verið mikið betri. Þá nefndi Guðný að Viscountinn hefði verið ljúfur. Guðný Jónasdóttir lýsir því hvernig Viscountinn vaggaði.Egill Aðalsteinsson „Og vaggaði svo mikið, mjúkur. Mjög gaman að fljúga á honum,“ sagði Guðný. Mannfjöldi fagnaði komu Gullfaxa árið 1967.Snorri Snorrason Þær voru fyrsta kynslóð íslenskra flugfreyja sem fór á þotu. Þegar við spurðum hópinn hverjar hefðu farið á Þotuna, með stórum staf, réttu allar upp hönd. Sögðust meira að segja hafa mætt út á Reykjavíkurflugvöll daginn sem hún kom í júní 1967. Sexurnar réttu allar upp hönd þegar spurt var hverjar hefðu farið á „Þotuna“. Inga Norðdahl rifjaði upp sögu af því hvernig orðheppin starfssystir skilaði skömminni til dónans. Það hafi verið í flugi til Mallorca. „Það er einn karl í gangsæti sem klípur hana í afturendann. Og hún snýr sér svona við, beint að manninum, og þá fær hún athygli allra í kring: „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum.“.“ Og bætti við að viðkomandi hefði lippast niður í sæti sitt og ekki sést það sem eftir lifði ferðar. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var í banastuði, sagði Kristín Bernhöft.Egill Aðalsteinsson „Þetta var yndislegur tími. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var bara í banastuði að halda áfram,“ sagði Kristín Bernhöft. Fjallað var um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973 í öðrum þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2. Í þriðja þætti, mánudagskvöldið 16. september, verður fjallað um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Kynferðisofbeldi Einu sinni var... Tengdar fréttir Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. 8. september 2024 07:37 Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt brot úr þættinum. Þar var farið var á fund með „sexunum“ en þær hittast venjulega einu sinni í mánuði. Nafn hópsins vísar til DC 6-flugvélanna, sem Flugfélagið rak. Það eru þó fleiri tegundir sem þær halda upp á. Þristurinn Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi.Snorri Snorrason „Mér fannst voða gaman að þristi af því að ég fékk einu sinni að stýra,“ sagði Inga Norðdahl en bætti snarlega við að það hafi ekki mátt. Tvær Flugfélagsvélar á Ísafjarðarflugvelli, Vickers Viscount og Douglas Dakota.Snorri Snorrason Þær Guðný Jónasdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir sögðu þó að Fokkerinn hefði verið mikið betri. Þá nefndi Guðný að Viscountinn hefði verið ljúfur. Guðný Jónasdóttir lýsir því hvernig Viscountinn vaggaði.Egill Aðalsteinsson „Og vaggaði svo mikið, mjúkur. Mjög gaman að fljúga á honum,“ sagði Guðný. Mannfjöldi fagnaði komu Gullfaxa árið 1967.Snorri Snorrason Þær voru fyrsta kynslóð íslenskra flugfreyja sem fór á þotu. Þegar við spurðum hópinn hverjar hefðu farið á Þotuna, með stórum staf, réttu allar upp hönd. Sögðust meira að segja hafa mætt út á Reykjavíkurflugvöll daginn sem hún kom í júní 1967. Sexurnar réttu allar upp hönd þegar spurt var hverjar hefðu farið á „Þotuna“. Inga Norðdahl rifjaði upp sögu af því hvernig orðheppin starfssystir skilaði skömminni til dónans. Það hafi verið í flugi til Mallorca. „Það er einn karl í gangsæti sem klípur hana í afturendann. Og hún snýr sér svona við, beint að manninum, og þá fær hún athygli allra í kring: „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum.“.“ Og bætti við að viðkomandi hefði lippast niður í sæti sitt og ekki sést það sem eftir lifði ferðar. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var í banastuði, sagði Kristín Bernhöft.Egill Aðalsteinsson „Þetta var yndislegur tími. Ég var ekki tilbúin að hætta 67 ára. Ég var bara í banastuði að halda áfram,“ sagði Kristín Bernhöft. Fjallað var um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973 í öðrum þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2. Í þriðja þætti, mánudagskvöldið 16. september, verður fjallað um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Kynferðisofbeldi Einu sinni var... Tengdar fréttir Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. 8. september 2024 07:37 Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. 8. september 2024 07:37
Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00