Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 07:03 Ólafur Ingi býst við erfiðum leik í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu, býst við hörkuleik þegar Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 síðar í dag. Ísland vann frækinn sigur á Danmörku í síðasta leik sínum en Ólafur Ingi býst við allt öðruvísi leik í dag. „Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
„Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31