Hafdís segir Emmy tilnefninguna „smá súrrealíska“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. september 2024 11:31 Förðunarfræðingarnir Hafdís Pálsdóttir og Flóra Karítas voru í teymi sem var tilnefnd til Emmy verðlauna. Þær fóru á hátíðina síðustliðna helgi og var þetta upplifun sem þær munu aldrei gleyma. Aðsend Förðunarfræðingurinn Hafdís Pálsdóttir skein skært á Emmy verðlaununum um síðustu helgi þar sem hún og teymið hennar fengu tilnefningu. Blaðamaður ræddi við hana um ferilinn, tilnefninguna og stóra kvöldið. Draumanámið í Los Angeles Hafdís hefur verið í förðunarbransanum í tæpan áratug. „Árið 2015 kláraði ég förðunarnám á Íslandi og fluttist svo til Los Angeles til að læra meira í Cinema MakeUp School, sem var draumaskólinn minn. Þar tók ég meistara förðunarprógramm þar sem maður lærir ótrúlega mikið af alls konar, allt frá fegurðarförðun yfir í tæknilega förðun, að búa til karaktera, alls kyns gervi (e. prosthetics), spfx og fleira.“ Förðun hafði löngum heillað Hafdísi. „Ég man þegar ég var að horfa á Hringadróttinssögu eða Lord of The Rings þegar ég var lítil, ég fann svo sterkt hvað mig langaði að vinna við þetta, að geta gert svona gervi fyrir bíómyndir.“ View this post on Instagram A post shared by Hafdís Pálsdóttir (Dísa) (@hafdispalsd) Ómetanleg reynsla í Bretlandi Frá því að Hafdís fluttist til Los Angeles hefur hún tekist á við fjölbreytt verkefni. „Serían The Witcher 3 stendur klárlega upp úr hjá mér af öllum verkefnunum. Verkefnið var í Bretlandi og ég ásamt öðrum var með umsjón yfir hár- og förðunarteyminu. Ég lærði svo mikið þar af Deb Watson sem er stórkostlegur gerva-hönnuður og sömuleiðis lærði ég svo mikið af öllum í teyminu okkar. Það var svo mikið af hæfileikaríkum listamönnum og við fengum að gera svo skemmtilega förðun og karaktera. Sömuleiðis voru stúdíóin og settin alveg sturlað flott.“ View this post on Instagram A post shared by Hafdís Pálsdóttir (Dísa) (@hafdispalsd) Tilnefning fyrir True Detective Hafdís var svokallaður senior artisti í hár og förðun við sjónvarpsþættina True Detective og fékk teymið hennar tilnefninguna til Emmy verðlaunanna. „Ég fékk þann heiður að vera í förðunarteyminu hjá Peter king sem er mjög stór förðunarfræðingur í bransanum. Hann vann meðal annars í Lord of The Rings, Hobbitanum og fullt af fleiri verkefnum. Við fengum sum sé tilnefningu í flokknum Outstanding Contemporary Makeup (Non-Prosthetic). Í förðunarteyminu voru Peter King, Natalie Abizadeh, Flóra Karítas, ég sjálf, Kerry Shelton og Rannveig Óladóttir.“ Hafdís, Flóra Karítas og teymið munu aldrei gleyma þessu kvöldi.Aðsend Aðspurð hvernig það hafi verið að fara á hátíðina segir Hafdís: „Smá súrrealískt. Ég áttaði mig ekki alveg á því fyrst en svo þegar ég var mætt á hátíðina þá fann ég hvað þetta var stórt. Það var magnað að fá að upplifa þetta, vera partur af þessu og sjá hvað það er til mikið af hæfileikaríkum og góðum listamönnum sem eru að gera svo góða hluti. Það peppar mann rosalega mikið. Svo var ótrúlega gaman að fá að upplifa þetta með vinum mínum úr vinnunni. Brynja vinkona mín fékk líka að koma með mér sem plús einn sem var yndislegt og við náðum að gera smá ferð úr þessu.“ Hafdís fylltist innblæstri á hátíðinni.Aðsend Hafdís klæddist íslenskri hönnun á hátíðinni sem hún var í skýjunum með. „Ég var svo ánægð með klæðnaðinn minn sem hæfileikaríka Saga Sif hannaði en hún er með fatamerkið SAGE. Svo var ég með skart frá yndislegu Júlíönnu Hafberg.“ Hafdís var í klæðnaði frá SAGE og með skart frá Júlíönnu Hafberg.Aðsend Farðaði Óskarsverðlaunahafann Michelle Yeoh Þetta er fyrsta verðlaunahátíðin sem Hafdís fer á. „Smá fyndið, ég hef ekki einu sinni farið á Edduna heima þannig að þetta var alveg splunkuný upplifun.“ Hafdís hefur unnið með fjöldanum öllum af frægu fólki í starfinu. „Já, maður hittir alls konar stjörnur i gegnum starfið. Til dæmis var ég mikið að sjá um Michelle Yeoh í The Witcher en hún vann einmitt Óskarsverðlaun í fyrra sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once.“ View this post on Instagram A post shared by Hafdís Pálsdóttir (Dísa) (@hafdispalsd) Senan á Íslandi spennandi Starfið er sannarlega fjölbreytt og ævintýraríkt að sögn Hafdísar. „Ég elska vinnuna mína þótt hún geti verið erfið og krefjandi lika. Þetta snýst allt um samvinnu eða team work í bíóbransanum. Allar deildir þurfa að ná að vinna vel saman. Það er skemmtilegt að fá tækifæri til að ferðast með vinnunni á staði bæði innanlands og erlendis.“ Flóra Karítas og Hafdís á hátíðinni.Aðsend Hafdís er búsett á Íslandi um þessar mundir en ferðast auðvitað mikið í starfinu. „Ég bjó í Los Angeles um tíma og fór svo til Bretlands í ár að vinna að tveimur sjónvarpsseríum. En ég er komin aftur heim til Íslands og það er nóg að gera hérna heima. Bransinn er stöðugt að stækka, mörg erlend framleiðslufyrirtæki eru að koma að taka upp á Íslandi og íslensk framleiðslufyrirtæki eru sömuleiðis að gera heilan helling.“ Aðspurð að lokum hvað sé á döfinni segist Hafdís loksins fá kærkomið frí. „Núna er ég komin í sumarfrí eftir langa vinnutörn og er að skoða hvað ég bóka mig í næst.“ Íslendingar erlendis Emmy-verðlaunin Hollywood Hár og förðun Tíska og hönnun Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Draumanámið í Los Angeles Hafdís hefur verið í förðunarbransanum í tæpan áratug. „Árið 2015 kláraði ég förðunarnám á Íslandi og fluttist svo til Los Angeles til að læra meira í Cinema MakeUp School, sem var draumaskólinn minn. Þar tók ég meistara förðunarprógramm þar sem maður lærir ótrúlega mikið af alls konar, allt frá fegurðarförðun yfir í tæknilega förðun, að búa til karaktera, alls kyns gervi (e. prosthetics), spfx og fleira.“ Förðun hafði löngum heillað Hafdísi. „Ég man þegar ég var að horfa á Hringadróttinssögu eða Lord of The Rings þegar ég var lítil, ég fann svo sterkt hvað mig langaði að vinna við þetta, að geta gert svona gervi fyrir bíómyndir.“ View this post on Instagram A post shared by Hafdís Pálsdóttir (Dísa) (@hafdispalsd) Ómetanleg reynsla í Bretlandi Frá því að Hafdís fluttist til Los Angeles hefur hún tekist á við fjölbreytt verkefni. „Serían The Witcher 3 stendur klárlega upp úr hjá mér af öllum verkefnunum. Verkefnið var í Bretlandi og ég ásamt öðrum var með umsjón yfir hár- og förðunarteyminu. Ég lærði svo mikið þar af Deb Watson sem er stórkostlegur gerva-hönnuður og sömuleiðis lærði ég svo mikið af öllum í teyminu okkar. Það var svo mikið af hæfileikaríkum listamönnum og við fengum að gera svo skemmtilega förðun og karaktera. Sömuleiðis voru stúdíóin og settin alveg sturlað flott.“ View this post on Instagram A post shared by Hafdís Pálsdóttir (Dísa) (@hafdispalsd) Tilnefning fyrir True Detective Hafdís var svokallaður senior artisti í hár og förðun við sjónvarpsþættina True Detective og fékk teymið hennar tilnefninguna til Emmy verðlaunanna. „Ég fékk þann heiður að vera í förðunarteyminu hjá Peter king sem er mjög stór förðunarfræðingur í bransanum. Hann vann meðal annars í Lord of The Rings, Hobbitanum og fullt af fleiri verkefnum. Við fengum sum sé tilnefningu í flokknum Outstanding Contemporary Makeup (Non-Prosthetic). Í förðunarteyminu voru Peter King, Natalie Abizadeh, Flóra Karítas, ég sjálf, Kerry Shelton og Rannveig Óladóttir.“ Hafdís, Flóra Karítas og teymið munu aldrei gleyma þessu kvöldi.Aðsend Aðspurð hvernig það hafi verið að fara á hátíðina segir Hafdís: „Smá súrrealískt. Ég áttaði mig ekki alveg á því fyrst en svo þegar ég var mætt á hátíðina þá fann ég hvað þetta var stórt. Það var magnað að fá að upplifa þetta, vera partur af þessu og sjá hvað það er til mikið af hæfileikaríkum og góðum listamönnum sem eru að gera svo góða hluti. Það peppar mann rosalega mikið. Svo var ótrúlega gaman að fá að upplifa þetta með vinum mínum úr vinnunni. Brynja vinkona mín fékk líka að koma með mér sem plús einn sem var yndislegt og við náðum að gera smá ferð úr þessu.“ Hafdís fylltist innblæstri á hátíðinni.Aðsend Hafdís klæddist íslenskri hönnun á hátíðinni sem hún var í skýjunum með. „Ég var svo ánægð með klæðnaðinn minn sem hæfileikaríka Saga Sif hannaði en hún er með fatamerkið SAGE. Svo var ég með skart frá yndislegu Júlíönnu Hafberg.“ Hafdís var í klæðnaði frá SAGE og með skart frá Júlíönnu Hafberg.Aðsend Farðaði Óskarsverðlaunahafann Michelle Yeoh Þetta er fyrsta verðlaunahátíðin sem Hafdís fer á. „Smá fyndið, ég hef ekki einu sinni farið á Edduna heima þannig að þetta var alveg splunkuný upplifun.“ Hafdís hefur unnið með fjöldanum öllum af frægu fólki í starfinu. „Já, maður hittir alls konar stjörnur i gegnum starfið. Til dæmis var ég mikið að sjá um Michelle Yeoh í The Witcher en hún vann einmitt Óskarsverðlaun í fyrra sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once.“ View this post on Instagram A post shared by Hafdís Pálsdóttir (Dísa) (@hafdispalsd) Senan á Íslandi spennandi Starfið er sannarlega fjölbreytt og ævintýraríkt að sögn Hafdísar. „Ég elska vinnuna mína þótt hún geti verið erfið og krefjandi lika. Þetta snýst allt um samvinnu eða team work í bíóbransanum. Allar deildir þurfa að ná að vinna vel saman. Það er skemmtilegt að fá tækifæri til að ferðast með vinnunni á staði bæði innanlands og erlendis.“ Flóra Karítas og Hafdís á hátíðinni.Aðsend Hafdís er búsett á Íslandi um þessar mundir en ferðast auðvitað mikið í starfinu. „Ég bjó í Los Angeles um tíma og fór svo til Bretlands í ár að vinna að tveimur sjónvarpsseríum. En ég er komin aftur heim til Íslands og það er nóg að gera hérna heima. Bransinn er stöðugt að stækka, mörg erlend framleiðslufyrirtæki eru að koma að taka upp á Íslandi og íslensk framleiðslufyrirtæki eru sömuleiðis að gera heilan helling.“ Aðspurð að lokum hvað sé á döfinni segist Hafdís loksins fá kærkomið frí. „Núna er ég komin í sumarfrí eftir langa vinnutörn og er að skoða hvað ég bóka mig í næst.“
Íslendingar erlendis Emmy-verðlaunin Hollywood Hár og förðun Tíska og hönnun Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira