Innlent

Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögregla hefur málið til rannsóknar.
Lögregla hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir hina tvo vistaða á lögreglustöð og bíða þess að verða yfirheyrðir. Sá þriðji hefur verið færður aftur á meðferðarheimilið Stuðla þar sem fjölmörg ungmenni hafa verið vistuð í tengslum við ofbeldismál undanfarnar vikur og mánuði.

Lögregla veitir ekki nákvæmar upplýsingar um það hvar hnífaárásin átti sér stað. Þrír hafi verið handteknir í íbúð nærri vettvangi í nótt.

Þolandi í málinu er fullorðinn karlmaður. Ásmundur Rúnar segir málið áfram í vinnslu, meðal annars í samvinnu við barnaverndaryfirvöld vegna ungs aldurs tveggja handteknu.


Tengdar fréttir

Þrír handteknir í tengslum við hnífstunguárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gærkvöldi eða nótt í tengslum við hnífstunguárás. Árásarþoli leitaði á bráðamóttöku en meiðsl voru talin minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×