Viðskipti innlent

Far­þega­fjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Frá áramótum hefur um 1,5 milljón erlendra farþega farið frá Íslandi.
Frá áramótum hefur um 1,5 milljón erlendra farþega farið frá Íslandi. Vísir/Arnar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er svipaður fjöldi og í ágúst á síðasta ári.

Á vef Ferðamálastofu segir að flestar brottfarir hafi mátt rekja til Bandríkjamanna eða tæplega þriðjung. 

Frá áramótum hefur um 1,5 milljón erlendra farþega farið frá Íslandi. Það er lítils háttar fjölgun frá því á sama tíma í fyrra.

Ferðamálastofa

Samtals voru brottfarir á tímabilinu janúar til ágúst í ár um 95 prósent af þeim brottförum sem mældust á sama tímabili metárið 2018.

Brottfarir Íslendinga voru um 52 þúsund í ágúst, um sex þúsund fleiri en í ágúst í fyrra. Frá áramótum hafa Íslendingar 413 þúsund sinnum til útlanda, sem er innan við eitt prósent meira en í fyrra.

Ferðamálastofa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×