Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Viðskiptaráðs sem áætlar að umfang veðmálamarkaðarins hér nemi um tuttugu milljörðum króna og langstærsti hluti hans fari fram utan landsteinanna.
Viðskiptaráð telur að ástæðan fyrir því að svo stór hluti fari fram erlendis séu takmarkanir stjórnvalda en veðmál hafa verið bönnuð hér á landi í hundrað ár. Lagt er til að þessu verði breytt með upptöku starfsleyfa í stað sérleyfa og banna.
Tillögurnar tryggi framfarir í atvinnufrelsi, viðskiptaháttum og forvörnum auk nýrra skatttekna án neikvæðra áhrifa á núverandi sérleyfishafa.
