Hagkaup hefur áfengissölu í dag Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 09:54 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. „Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51