Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2024 12:06 Kristrún Frostadóttir segir ríkisstjórnina hvorki þora að hækka skatta né skera niður og geri því ekkert til að ná niður verðbólgu. Stöð 2/Arnar Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Fjárlagaumræðan mun síðan standa yfir næstu daga. Fjármálaráðherra lagði áherslu á ábyrg ríkisfjármál og að útgjöld ríkisins hefðu dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu. Svigrúm væri skapað til að forgangsraða verkefnum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir tugmilljarða aðhald að finna í fjárlagafrumvarpinu á sama tíma og gætt væri að því að skerða ekki þjónustu við ýmsa hópa.Stöð 2/Einar „Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum, staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ sagði fjármálaráðherra og nefndi sérstaklega öryrkja og aldraða. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði almennt launafólk ekki skilja fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um aukinn kaupmátt, þar sem ekki væri tekið tillit til hlutfalls vaxtagreiðslna í bókhaldi heimilanna. Ríkisstjórnin ætlaði ekki að nota tækifærið með síðasta fjárlagafrumvarpi sínu að grípa til aðgerða til að ná niður verðbólgunni. Kristrún Frostadóttir segir almennt launafólk ekki finna fyrir þeim aukna kaupmætti sem ríkisstjórninni væri tíðrætt um.Vísir/Vilhelm „Þau ætla í engar skattahækkanir, engan niðurskurð engar kollsteypur. Já, þau ætla bara að anda sig í gegnum þetta. Sitja þetta af sér. Láta þetta malla áfram á sjálfstýringu líkt og sú stefna hafi skilað einhverjum árangri hingað til. Nei, sú stefna er ástæðan fyrir því að verðbólgan hefur mallað í kerfinu og er nú farin að grassera,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir aðhald í útgjöldum næsta árs verða 29 milljarða króna. Að teknu tilliti til aukinna tekna ríkissjóðs og verðbólgu verði aðhaldið um 40 milljarðar í fjárlögum næsta árs. Á sama tíma hefðu 44 milljarðar farið í aðgerðir til stuðnings ungu barnafólki á þessu ári og upphæðin yrði svipuð á næsta ári. „Förum ekki niður í skotgrafir. Þegar því er haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Þá eru menn að segja að þessir fjörutíu milljarðar og 44 milljarðar á yfirstandandi ári hafi ekki skipt máli í þessi fimm eða sex verkefni til stuðnings ungu barnafólki. Ég er ósammála því,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið verður haldið áfram í allan dag. Seinnipartinn koma fagráðherrar að umræðunni og henni verður síðan framhaldið á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Fjárlagaumræðan mun síðan standa yfir næstu daga. Fjármálaráðherra lagði áherslu á ábyrg ríkisfjármál og að útgjöld ríkisins hefðu dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu. Svigrúm væri skapað til að forgangsraða verkefnum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir tugmilljarða aðhald að finna í fjárlagafrumvarpinu á sama tíma og gætt væri að því að skerða ekki þjónustu við ýmsa hópa.Stöð 2/Einar „Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum, staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ sagði fjármálaráðherra og nefndi sérstaklega öryrkja og aldraða. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði almennt launafólk ekki skilja fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um aukinn kaupmátt, þar sem ekki væri tekið tillit til hlutfalls vaxtagreiðslna í bókhaldi heimilanna. Ríkisstjórnin ætlaði ekki að nota tækifærið með síðasta fjárlagafrumvarpi sínu að grípa til aðgerða til að ná niður verðbólgunni. Kristrún Frostadóttir segir almennt launafólk ekki finna fyrir þeim aukna kaupmætti sem ríkisstjórninni væri tíðrætt um.Vísir/Vilhelm „Þau ætla í engar skattahækkanir, engan niðurskurð engar kollsteypur. Já, þau ætla bara að anda sig í gegnum þetta. Sitja þetta af sér. Láta þetta malla áfram á sjálfstýringu líkt og sú stefna hafi skilað einhverjum árangri hingað til. Nei, sú stefna er ástæðan fyrir því að verðbólgan hefur mallað í kerfinu og er nú farin að grassera,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir aðhald í útgjöldum næsta árs verða 29 milljarða króna. Að teknu tilliti til aukinna tekna ríkissjóðs og verðbólgu verði aðhaldið um 40 milljarðar í fjárlögum næsta árs. Á sama tíma hefðu 44 milljarðar farið í aðgerðir til stuðnings ungu barnafólki á þessu ári og upphæðin yrði svipuð á næsta ári. „Förum ekki niður í skotgrafir. Þegar því er haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Þá eru menn að segja að þessir fjörutíu milljarðar og 44 milljarðar á yfirstandandi ári hafi ekki skipt máli í þessi fimm eða sex verkefni til stuðnings ungu barnafólki. Ég er ósammála því,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið verður haldið áfram í allan dag. Seinnipartinn koma fagráðherrar að umræðunni og henni verður síðan framhaldið á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31
Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16