Um 400 fyrirtæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 10:01 Hólmfríður segir stærstu sigra sniðgönguhreyfingarinnar vera í ávöxtum, grænmeti og Rapyd. Samsett Hundruð fyrirtækja hafa síðustu mánuði hætt að nota greiðslumiðlun Rapyd vegna þrýstings frá Sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu. Þá hefur innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega á milli ára. Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í dag. Gangan er farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu. „Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda,“ segir Hólmfríður Jónsdóttir einn meðlima Sniðgönguhreyfingarinnar. I tilkynningu frá Sniðgönguhreyfingunni segir að mikilvægt sé að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna. Hún segir alla geta tekið þátt í hreyfingunni en á Íslandi er sérstaklega hvatt til þess að sniðganga sjö vörumerki eða fyrirtæki. Það eru til dæmis vörumerkin Moroccan oil og Soda stream. Þá er fólk hvatt til þess að kaupa ekki grænmeti og ávexti frá Ísrael og að nota ekki greiðslumiðlun Rapyd. „Það geta allir tekið þátt og á svo margan hátt. Ég veit að fólki óar fyrir þessu, að þetta geti verið mikið mál og töluverð vinna. En það eru mismunandi stig þátttöku,“ segir Hólmfríður. Nýlega var flutt inn mangó frá Ísrael til landsins sem meðlimir hreyfingarinnar mótmæltu.Skjáskot/Facebook „Við vitum alveg að fólk er upptekið og það hefur ekki endilega tíma í rannsóknarvinnu. Þess vegna höfum við lagt áherslu á þessi sjö vörumerki og fyrirtæki í þeirri von að þannig sé hægt að ná hámarks árangri.“ Hólmfríður segist sjálf ekkert hafa verið að spá í þessu fyrr en við lok síðasta árs. „Maður er svo grænn að ég gerði bara ráð fyrir því að stjórnvöld myndu setja á viðskiptaþvinganir. En svo leið tíminn og maður varð að opna augun fyrir því að það var ekki að fara að gerast. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, sem manneskjur, að vera ekki samsek í þjóðarmorði.“ Stækkaði í fyrra Hólmfríður segir hreyfinguna hafa verið starfandi á Íslandi frá 2005 en að hún hafi orðið eiginleg fjöldahreyfing síðasta haust þegar átök stigmögnuðust á Gasa. Sem dæmi eru tæplega átta þúsund manns skráð í Facebook-hópinn Sniðganga fyrir Palestínu – BDS Ísland og mjög virkar umræður þar um sniðgönguna. „En það er líka mikilvægt að fólk sýni sér mildi í sniðgöngu eins og öðru. Það er ekki hægt að vera fullkomin í því frekar en í einhverju öðru. Það er hugurinn sem skiptir máli og afstaðan sem fólk tekur með Palestínu sem er lykilatriði.“ Rapyd og ávextir Hún segir að fólk sem hefur tekið þátt í sniðgöngunni í lengri tíma sniðgangi fleiri vörur en hreyfingin hefur valið hér á landi. Það sé hægt að miða við alþjóðlega sniðgöngulista. „Sumir eru með öpp eins og Nothanks þar sem hægt er að skanna vörumerki í búðum,“ segir Hólmfríður og að þannig sé hægt að sjá hvort einhver ákveðin vara sé á alþjóðlegum sniðgöngulista. Hólmfríður segir að með því að velja þessi sjö vörumerki eða fyrirtæki hafi náðst góður árangur í sniðgöngu. Sem dæmi hafi innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega síðustu ár. Í kringum 2016 hafi verið flutt inn um 200 tonn af grænmeti og ávöxtum frá Ísrael, í fyrra, 2023 um 80 tonn, en að á þessu ári séu þau aðeins um tíu. Miðað við gögn frá Hagstofunni. „Þetta er einn stærsti sigurinn í sniðgöngunni,“ segir Hólmfríður. Hún segir að það sé hægt að taka þátt með því að einfaldlega sniðganga en svo sé líka hægt að láta í sér heyra, senda tölvupóst eða hringja og lýsa yfir vanþóknun. „Það var fullt af fólki sem gerði það til dæmis þegar Krónan flutti inn til landsins mangó frá Ísrael um daginn,“ segir Hólmfríður. Vilja viðskiptaþvinganir Annar stór sigur sé notkun verslana og fyrirtækja á greiðslumiðlun frá fyrirtækinu Rapyd en á vefnum hirdir.is má sjá samantekt á þeim fyrirtækjum sem nota greiðslumiðlunina og líka þeim sem gera það ekki. „Nýjustu tölur sýna að það eru um 300 fyrirtæki sem hafa hætt að nota Rapyd og svo eru um hundrað til viðbótar að vinna í því að hætta. Það getur verið tæknilega flókið að hætta, til dæmis í netverslunum,“ segir Hólmfríður. Upplýsingarnar á síðunni eru byggðar á upplýsingum frá almenningi. Hólmfríður hvetur fólk til að taka þátt í göngunni um helgina og til að kynna sér hreyfinguna. „Það er svo mörgu fólki sem blöskrar að það séu ekki settar viðskiptaþvinganir á Ísrael. Það eru svo margir sem eru ekki sáttir við stjórnvöld að taka ekki skýrari afstöðu með mannúð og gegn þjóðarmorði. Út af því að það eru ekki hefðbundnar viðskiptaþvinganir í gangi, eins og eru gegn Rússum, þá er þessi sniðgönguhreyfing bara samansafn af fólki sem neitar að láta yfirvöld selja sér það að það sé ekkert hægt að gera í þessu. Með sniðgöngu þá finnum við afstöðu okkar farveg og stuðningi okkar við Palestínu. Við erum að gera, eftir bestu getu, það sem okkur finnst að stjórnvöld ættu að vera að gera.“ Tíu kílómetra ganga Sniðgangan 2024 hefst klukkan 14 á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, í dag, laugardaginn 14. september. Á höfuðborgarsvæðinu verður safnast saman í Hellisgerði í Hafnarfirði og á Akureyri hjá útilistaverkinu Íslandsklukkunni hjá Háskólanum á Akureyri. Gangan á Akureyri er 2,8 km en 10 km á höfuðborgarsvæðinu. Lengd göngunnar á höfuðborgarsvæðinu er táknræn að því leyti að sniðganga er í eðli sínu langtímaverkefni. Göngufólki er í sjálfsvald sett hvort það gengur alla leið. Einnig getur fólk alfarið sleppt göngu og mætt til fundar við göngufólk að göngunum loknum. Báðum göngunum lýkur með samkomu og ræðuhöldum. Göngunni á Akureyri lýkur á Ráðhústorginu klukkan 15:15 með erindi, tónlist og Dabkeh-dansi. Göngunni á höfuðborgarsvæðinu lýkur í Katrínartúni í Reykjavík um eða upp úr klukkan 17 með erindi og tónlist. Nánari upplýsingar er að finna hér. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. 19. febrúar 2024 11:52 Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rapyd Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17. janúar 2024 21:34 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda,“ segir Hólmfríður Jónsdóttir einn meðlima Sniðgönguhreyfingarinnar. I tilkynningu frá Sniðgönguhreyfingunni segir að mikilvægt sé að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna. Hún segir alla geta tekið þátt í hreyfingunni en á Íslandi er sérstaklega hvatt til þess að sniðganga sjö vörumerki eða fyrirtæki. Það eru til dæmis vörumerkin Moroccan oil og Soda stream. Þá er fólk hvatt til þess að kaupa ekki grænmeti og ávexti frá Ísrael og að nota ekki greiðslumiðlun Rapyd. „Það geta allir tekið þátt og á svo margan hátt. Ég veit að fólki óar fyrir þessu, að þetta geti verið mikið mál og töluverð vinna. En það eru mismunandi stig þátttöku,“ segir Hólmfríður. Nýlega var flutt inn mangó frá Ísrael til landsins sem meðlimir hreyfingarinnar mótmæltu.Skjáskot/Facebook „Við vitum alveg að fólk er upptekið og það hefur ekki endilega tíma í rannsóknarvinnu. Þess vegna höfum við lagt áherslu á þessi sjö vörumerki og fyrirtæki í þeirri von að þannig sé hægt að ná hámarks árangri.“ Hólmfríður segist sjálf ekkert hafa verið að spá í þessu fyrr en við lok síðasta árs. „Maður er svo grænn að ég gerði bara ráð fyrir því að stjórnvöld myndu setja á viðskiptaþvinganir. En svo leið tíminn og maður varð að opna augun fyrir því að það var ekki að fara að gerast. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, sem manneskjur, að vera ekki samsek í þjóðarmorði.“ Stækkaði í fyrra Hólmfríður segir hreyfinguna hafa verið starfandi á Íslandi frá 2005 en að hún hafi orðið eiginleg fjöldahreyfing síðasta haust þegar átök stigmögnuðust á Gasa. Sem dæmi eru tæplega átta þúsund manns skráð í Facebook-hópinn Sniðganga fyrir Palestínu – BDS Ísland og mjög virkar umræður þar um sniðgönguna. „En það er líka mikilvægt að fólk sýni sér mildi í sniðgöngu eins og öðru. Það er ekki hægt að vera fullkomin í því frekar en í einhverju öðru. Það er hugurinn sem skiptir máli og afstaðan sem fólk tekur með Palestínu sem er lykilatriði.“ Rapyd og ávextir Hún segir að fólk sem hefur tekið þátt í sniðgöngunni í lengri tíma sniðgangi fleiri vörur en hreyfingin hefur valið hér á landi. Það sé hægt að miða við alþjóðlega sniðgöngulista. „Sumir eru með öpp eins og Nothanks þar sem hægt er að skanna vörumerki í búðum,“ segir Hólmfríður og að þannig sé hægt að sjá hvort einhver ákveðin vara sé á alþjóðlegum sniðgöngulista. Hólmfríður segir að með því að velja þessi sjö vörumerki eða fyrirtæki hafi náðst góður árangur í sniðgöngu. Sem dæmi hafi innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega síðustu ár. Í kringum 2016 hafi verið flutt inn um 200 tonn af grænmeti og ávöxtum frá Ísrael, í fyrra, 2023 um 80 tonn, en að á þessu ári séu þau aðeins um tíu. Miðað við gögn frá Hagstofunni. „Þetta er einn stærsti sigurinn í sniðgöngunni,“ segir Hólmfríður. Hún segir að það sé hægt að taka þátt með því að einfaldlega sniðganga en svo sé líka hægt að láta í sér heyra, senda tölvupóst eða hringja og lýsa yfir vanþóknun. „Það var fullt af fólki sem gerði það til dæmis þegar Krónan flutti inn til landsins mangó frá Ísrael um daginn,“ segir Hólmfríður. Vilja viðskiptaþvinganir Annar stór sigur sé notkun verslana og fyrirtækja á greiðslumiðlun frá fyrirtækinu Rapyd en á vefnum hirdir.is má sjá samantekt á þeim fyrirtækjum sem nota greiðslumiðlunina og líka þeim sem gera það ekki. „Nýjustu tölur sýna að það eru um 300 fyrirtæki sem hafa hætt að nota Rapyd og svo eru um hundrað til viðbótar að vinna í því að hætta. Það getur verið tæknilega flókið að hætta, til dæmis í netverslunum,“ segir Hólmfríður. Upplýsingarnar á síðunni eru byggðar á upplýsingum frá almenningi. Hólmfríður hvetur fólk til að taka þátt í göngunni um helgina og til að kynna sér hreyfinguna. „Það er svo mörgu fólki sem blöskrar að það séu ekki settar viðskiptaþvinganir á Ísrael. Það eru svo margir sem eru ekki sáttir við stjórnvöld að taka ekki skýrari afstöðu með mannúð og gegn þjóðarmorði. Út af því að það eru ekki hefðbundnar viðskiptaþvinganir í gangi, eins og eru gegn Rússum, þá er þessi sniðgönguhreyfing bara samansafn af fólki sem neitar að láta yfirvöld selja sér það að það sé ekkert hægt að gera í þessu. Með sniðgöngu þá finnum við afstöðu okkar farveg og stuðningi okkar við Palestínu. Við erum að gera, eftir bestu getu, það sem okkur finnst að stjórnvöld ættu að vera að gera.“ Tíu kílómetra ganga Sniðgangan 2024 hefst klukkan 14 á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, í dag, laugardaginn 14. september. Á höfuðborgarsvæðinu verður safnast saman í Hellisgerði í Hafnarfirði og á Akureyri hjá útilistaverkinu Íslandsklukkunni hjá Háskólanum á Akureyri. Gangan á Akureyri er 2,8 km en 10 km á höfuðborgarsvæðinu. Lengd göngunnar á höfuðborgarsvæðinu er táknræn að því leyti að sniðganga er í eðli sínu langtímaverkefni. Göngufólki er í sjálfsvald sett hvort það gengur alla leið. Einnig getur fólk alfarið sleppt göngu og mætt til fundar við göngufólk að göngunum loknum. Báðum göngunum lýkur með samkomu og ræðuhöldum. Göngunni á Akureyri lýkur á Ráðhústorginu klukkan 15:15 með erindi, tónlist og Dabkeh-dansi. Göngunni á höfuðborgarsvæðinu lýkur í Katrínartúni í Reykjavík um eða upp úr klukkan 17 með erindi og tónlist. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. 19. febrúar 2024 11:52 Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rapyd Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17. janúar 2024 21:34 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. 19. febrúar 2024 11:52
Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rapyd Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17. janúar 2024 21:34