Innlent

Hlupu í burtu þegar ung­menni dró upp hníf

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Laugardalnum. Mynd er úr safni.
Atvikið átti sér stað í Laugardalnum. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst tilkynning um þrjú ungmenni að slást í Laugardalnum og var eitt þeirra vopnað hníf. Samkvæmt tilkynningunni tók viðkomandi upp hníf sem varð til þess að hinir tveir hlupu á brott. Sá vopnaði hafi þá kastað hnífnum án árangurs í átt að þeim sem flúðu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni dagsins í dag.

Um slagsmálin segir að málið sé í rannsókn lögreglu með aðkomu barnaverndar Reykjavíkur og forráðamanna ungmennanna.

Lögreglu var tilkynnt um innbrot og þjófnað á verkfærum í hverfi 221 í Hafnarfirðinum og er málið  í rannsókn lögreglu. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað í matvöruverslunum í hverfi 220 og hverfi 210 og voru bæði mál afgreidd með vettvangsskýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×