Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 10:57 Frá sendiráði Bretlands í Moskvu. AP Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara. Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara.
Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira