Innlent

Ráð­herra stendur fastur á sínu og mögu­leg of­greining á ADHD

Ritstjórn skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Dómsmálaráðherra stendur keikur við ákvörðun sína um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum, þrátt fyrir gagnrýni. Farið verður yfir gagnrýnina og þróun málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður fjallað um mótmæli Eflingar vegna starfsmannahalds á veitingastaðnum Ítalíu, um mögulega ofgreininu á ADHD á Íslandi í dag og farið yfir það helsta sem var rætt á Alþingi í umræðum um fjárlögin.

Í fréttatímanum ræðir Heimir Már við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem fundaði með utanríkisráðherra í dag um tvíhliða samskipti þjóðanna og við förum í réttir, bæði í Hrunamannahreppi og Ólafsfirði.

Sportpakkinn verður lifandi að venju, þar sem við verðum meðal annars í beinni útsendingu frá leik KR og Víkings.

Kvöldfréttirnar eru í opinni dagskrá á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi klukkan 18:30. Hægt er að horfa á þær í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×